Verkefnastjórnun er okkar sérsvið.

Hugmyndir - Áætlanagerð - Framkvæmd - Eftirfylgni - Verkefnalok

Við getum hjálpað þér að ná settu marki!

Viltu vita meira?

Viltu vita meira?

Afhverju að velja Snerru?

Persónuleg Þjónusta

Eitt af einkennum verkefnis er að það hefur upphaf og endi. Algengt er að vinna með umfangsmikil verkefni rúmist ekki innan daglegrar starfsemi skipulagsheildar og því þörf á aðstoð og aukinni þekkingu. Hvort sem það er þekking á stjórnun verkefna, þekking á tilteknum viðfangsefnum eða mannafli sem þörf er á getur Snerra aðstoðað.

Haldgóð þekking

Annað einkenni verkefnis er að það verður ekki endurtekið. Engin tvö verkefni eru eins. Verkefni sem verkefnastjórar Snerru hafa stjórnað í gegnum tíðina eru ólík að umfangi og viðfangsefnin margskonar. Áratugalöng þekking og reynsla hefur því safnast upp og nýtist í þína þágu.

Viðurkennd nálgun

Nálgun Snerru á verkefnastjórnun byggir á viðurkenndum og þaulreyndum aðferðum sem auka líkur á því að afurð verkefnis og vegferðin að því marki verði í samræmi við þau markmið og væntingar sem farið er af stað með. Vottun verkefnastjóra Snerru tryggir menntun, þjálfun og reynslu enda er sú vottun samkvæmt alþjóðlegri viðurkenningu IPMA (International Project Management Association).

Þjónusta í boði

Verkefnastjórnun

Snerra var stofnuð með það að meginmarkmiði að bjóða upp á verkefnastjórnun byggða á stöðluðum og viðurkenndum aðferðum, meðal annars í samræmi við útgáfur og leiðbeiningar IPMA (International Project Management Association). Þrátt fyrir að Snerra hafi þróast og fleiri þjónustur orðið til er og verður verkefnastjórnun áfram ein af megin stoðum í starfsemi félagsins.

Verkefnastjórnun illustration
consult_illustration

Ráðgjöf & Námskeið

Við viljum gjarnan miðla af okkar þekkingu og reynslu og stuðla á þann hátt að framgangi faglegrar verkefnastjórnunar. Snerra veitir því ráðgjöf við ýmsa þætti er snúa að verkefna- og breytingastjórnun. Auk þess býður félagið upp á námskeið fyrir smáa sem stærri hópa til dæmis um grunnatriði í verkefnastjórnun, innleiðingu ferlamiðaðrar starfsemi, breytingastjórnun, tímastjórnun og aðra þætti sem hafa snertiflöt við verkefnastjórnun.

Kerfisrekstur & Kostnaðargreiningar

Allt frá stofnun hefur Snerra haft sterkt tengsl við fjarskiptageirann. Fyrstu árin voru nokkur af stærstu verkefnunum og ráðgjöf tengd fjarskiptum. Síðar var tekin sú ákvörðun að stíga enn fastar til jarðar hvað fjarskipti varðar og innleiða stjórnkerfi til þess að reka fjarskiptakerfi fyrir viðskiptavini Snerru. Þessari ákvörðun var vel tekið á meðal viðskiptavina og fer þessi rekstrarþáttur vaxandi frá ári til árs innan starfsemi félagsins.

Kerfisrekstur & Kostnaðargreiningar illustration
Logo

snerra@snerra.com

+354517-0070