Logo

Þjónusta sem hentar þér.

Verkefnastjórnun

Verkefnin sem verkefnastjórar Snerru hafa verkefnastýrt eru afar fjölbreytt hvort sem litið er til tímaramma þeirra, fjárhagslegs umfangs eða flækjustigs. Einstök verkefni telja allt frá örfáum vikum upp í fimm ár, frá örfáum milljónum til á annars milljarðs í fjárhagslegu umfangi og allt frá tiltölulega litlu flækjustigi upp í verulega mikið flækjustig. Viðskiptavinir Snerru hvað verkefnastjónun varðar eru einstaklingar og fyrirtæki auk þess sem fjölmörg sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustuna undanfarin ár. Svo lengi sem viðfangsefnið ber einkenni verkefnis viljum við gjarnan taka að okkur að verkefnastýra því óháð umfangi.

Verkefnastjórnun illustration
Ráðgjöf & Námskeið illustration

Ráðgjöf & Námskeið

Skipulagsheildir, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, sveitarskrifstofur, opinberar stofnanir, svið eða deildir tileinka sér um þessar mundir aðferðarfræði verkefnastjórnunar í auknu mæli. Slíkt breytingastjórnunarferli krefst haldbærar þekkingar á verkefnastjórnun, bæði á meðan á innleiðingunni stendur og einnig á þeim ferlum, aðferðum og verklagi sem í vændum er þ.e. því rekstrarumhverfi sem verið er að innleiða og miðar að verkefnastýrðum rekstri. Víðtækur skilningur og þekking stjórnenda, starfsmanna og jafnvel lykil viðskiptavina auka verulega líkur á að vel takist til við slíkar breytingar. Snerra heldur námskeið í breytingastjórnun og öðrum þáttum verkefnastjórnunar sem sniðin eru að þeirri skipulagsheild sem um ræðir hverju sinni. Námskeiðin taka mið af því hvar viðkomandi skipulagsheild er stödd með tilliti til verkefnastjórnunar.

Kerfisrekstur & Kostnaðargreining

Snerra varð við ósk viðskiptavina og tók að sér rekstur á fjarskiptakerfum árið 2019. Síðan þá hefur þessi hluti starfseminnar vaxið og er í dag ein af stoðum í rekstri Snerru. Í boði er heildarumsjón með virkum og óvirkum fjarskiptakerfum, viðbragð í tilfelli rekstrarfrávika, umsjón og viðhald teikninga og annarra rekstrartengdra gagna, samskipti og upplýsingagjöf við þar til bær yfirvöld, samskipti við viðskiptavini, önnur fjarskiptafélög og aðra hagaðila. Snerra sinnir einnig úttekt, skráningu og kostnaðargreiningu á fjarskiptatengdum útgjöldum skipulagsheilda, aflar reglubundinna tilboða í fjarskiptaþjónustu og kemur að samningagerð um fjarskiptaþjónustu.

Kerfisrekstur & Kostnaðargreining illustration
Logo

snerra@snerra.com

+354517-0070