Logo

Starfsemi í hæsta gæðaflokki.

Persónuleg Þjónusta

Árangursrík samskipti og virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum innan verkefnis er eitt af lykilatriðum í farsæld og árangri í verkefnastjórnun. Það eru fjölmargir hæfnisþættir sem verkefnastjóri þarf að hafa í huga og getu til að beita til þess að tryggja að þeir sem að verkefni koma stefni í sömu átt og að samskipti séu fagleg. Persónuleg þjónusta og geta til þess að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri með nákvæmum og samræmdum hætti til allra viðeigandi aðila hverju sinni er lykilatriði. Áralöng reynsla verkefnastjóra Snerru af því að stíga inn í ólíkar aðstæður, mismunandi rekstrarform skipulagsheilda og mismunandi hlutverk eykur líkur á því að vel takist til við þau viðfangsefni sem framkvæma þarf.

Persónuleg Þjónusta illustration
Haldgóð Þekking illustration

Haldgóð Þekking

Sjaldnast er ein rétt leið að settu marki í verkefnastjórnun jafnvel þó svo að væntingar um afurð séu skýrar. Vegferðin að settu marki getur skipt sköpum. Þær aðferðir sem beitt er, stjórnskipulag innan verkefnisins, verkferlar sem tryggja stöðugleika og samræmd vinnubrögð, eftirlit og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila eru nokkur af þeim atriðum sem skipta miklu máli í farsæld verkefna. Fjölbreytt reynsla, víðtæk þekkingu á aðferðarfræði verkefnastjórnunar og vottun verkefnastjóra eykur líkur á að vegferðin, það er undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni leiði til þess að sú afurð sem stefnt er að verði í samræmi við væntingar.

Viðurkennd Nálgun

Hvort sem um verkefni, verkefnastofn eða verkefnaskrá er að ræða eiga þær aðferðir sem beitt er hverju sinni stoð í stöðluðum og viðurkenndum aðferðum. Það er óþarfi að finna upp hjólið þegar allar líkur eru á því að til staðar sé reynsla sem nær utan um það viðfangsefni sem um ræðir hverju sinni. IPMA (International Project Management Association) gefur út og heldur við stöðlum og leiðbeiningum um verkefnastjórnun. Vottun verkefnastjóra Snerru miðar m.a. við þessa staðla og tryggir að vinnubrögð og þær aðferðir sem beitt er hverju sinni séu í samræmi við það sem best þykir hverju sinni.

Viðurkennd Nálgun illustration
Logo

snerra@snerra.com

+354517-0070